Íslenski boltinn

Ameobi ekki með Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ameobi er hér í leik með Grindavík síðastliðið sumar.FRÉTTABLAÐIÐ/valli
Ameobi er hér í leik með Grindavík síðastliðið sumar.FRÉTTABLAÐIÐ/valli
Tomi Ameobi mun ekki spila með Grindavík í sumar en hann gaf félaginu afsvar á dögunum. Þetta staðfesti Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar.

Ameobi spilaði með Grindvíkingum síðastliðið sumar og skoraði þá fjögur mörk í tuttugu leikjum í deild og bikar. Hann lék árið áður með BÍ/Bolungarvík en bæði árin undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.

Fylkismenn voru í viðræðum við Ameobi fyrr í vetur en ekkert kom út úr þeim. Að sögn Hafþórs Hafliðasonar, umboðsmanns hans, er Ameobi nýfarinn af stað á ný eftir að hafa gengist undir aðgerð og enn óljóst hvar hann mun spila næst.

Það sé þó áhugi fyrir honum bæði á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×