Íslenski boltinn

Tíu Víkingar kláruðu Selfyssinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Hjartarson í leik með Víkingi.
Hjörtur Hjartarson í leik með Víkingi. Mynd/Anton
Víkingur vann 3-1 sigur á Selfoss í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavík og Haukar skildu jöfn, 1-1.

Ingi Rafn Ingibergsson kom Selfyssingum yfir í kvöld með marki á 31. mínútu en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Ívar Örn Jónsson að jafna metin. Andri Steinn Birgisson kom svo Víkingi yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Víkingar misstu reyndar mann af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar að Halldór Smári Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið. En það kom ekki að sök því Hjörtur Hjartarson innsiglaði 3-1 sigur Víkings með marki skömmu fyrir leikslok.

Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík fyir gegn Haukum í Reykjaneshöllinni í kvöld en Hilmar Rafn Emilsson jafnaði metin fyrir Hauka.

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×