Íslenski boltinn

Þór lenti tveimur undir en vann samt | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giuseppe Funicello skoraði fyrir Þór í dag.
Giuseppe Funicello skoraði fyrir Þór í dag. Mynd/Heimasíða Þórs
Sex leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag. Nýliðar Þórs í Pepsi-deildinni unnu góðan sigur á 1. deildarliði Þróttar, 4-2.

Þróttur komst yfir, 2-0, í leiknum en Jóhann Þórhallsson, sem kom frá Fylki í haust, jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla snemma í síðari hálfleik.

Orri Freyr Hjaltalín og Giuseppe Funicello, sem samdi við félagið á ný í gær, skoruðu hin mörk Þórs í leiknum.

FH, Breiðablik og KA unnu sína leiki en hinum tveimur leikjunum lyktaði með jafntefli.

Úrslit dagsins:

Tindastóll - FH 0-2

0-1 Guðmann Þórisson (28.)

0-2 Einar Karl Ingvarsson (86.)

BÍ/Bolungarvík - Grindavík 1-1

0-1 Gylfi Örn (58.)

1-1 Nigel Quashie (77.)

Fjölnir - ÍBV 2-2

1-0 Guðmundur Pétursson (4.)

2-0 Guðmundur Karl Guðmundsson (39.)

2-1 Aaron Spear, víti (44.)

2-2 Ian Jeffs (73.)

Breiðablik - Valur 2-0

1-0 Ellert Hreinsson (14.)

2-0 Jökull Elísabetarson (86.)

KA - Fram 1-0

1-0 Fannar Freyr Gíslason (13.)

Þróttur R. - Þór 2-4

1-0 Andri Gíslason (26.)

2-0 Arnþór Ari Atlason, víti (47.)

2-1 Jóhann Þórhallsson (48.)

2-2 Jóhann Þórhallsson (50.)

2-3 Orri Freyr Hjaltalín (52.)

2-4 Giuseppe Funicello (91.)

Markaskorarar frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×