Íslenski boltinn

Ingimundur Níels: Lofar 20 mörkum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingimundur Níels Óskarsson í leik með Fylki á móti FH í fyrrasumar.
Ingimundur Níels Óskarsson í leik með Fylki á móti FH í fyrrasumar. Mynd/Daníel
Það styttist í að fyrsta tímabil Ingimundar Níelsar Óskarssonar með FH hefjist en hann kom til Íslandsmeistaranna frá Fylki í vetur. FH-ingar tóku kappann því í viðtal á heimasíðu sinni.

Ingimundur Níels var frábær með Fylkismönnum síðasta sumar, fékk bronsskóinn sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar og kom með beinum hætti að 16 af 30 mörkum Fylkis-liðsins í Pepsi-deildinni.

Ingimundur segir meðal annars í þessu viðtali að símtal frá Heimi hafi gert útslagið að hann fór í FH, að þá sé fullt af skemmtilegum strákum í FH og að hlutverk hans í FH-liðinu verði að skora og leggja upp mörk.

„Allar fremstu fjórar stöðurnar á vellinum heilla mig en ætli það sé ekki skemmtilegast að spila sem senter, fá að vera í boxinu allan tímann. Ég er klárlega betri vængmaður heldur en senter svo við höldum okkur við það," segir Ingimundur í viðtali aðspurður um hvaða stöðu hann vill helst spila en hvað ætlar hann að skora mörk mörg í sumar?

„Ég er nú ekki vanur að gefa loforð sem ég get ekki staðið við svo eigum við ekki bara að segja 20 mörk," svarar Ingimundur og brosir. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×