Íslenski boltinn

Bræðraslagur í úrslitaleiknum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil og Egill Atlasyni.
Emil og Egill Atlasyni. Mynd/Heimasíða KR
KR og Leiknir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.00. Þetta er fimmta árið í röð sem KR-ingar spila úrslitaleikinn í þessari keppni en Leiknir er aftur á móti að spila til úrslita í fyrsta sinn.

Leiknismenn slógu Val út í vítakeppni í undanúrslitunum en KR-ingar unnu 4-1 sigur á Víkingi þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma. Bæði liðin lentu í öðru sæti í sínum riðlum.

Það kemur fram á heimasíðu KR-inga að félagið hafi spilað 17 sinnum til úrslita á Reykjavíkurmótinu síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1985. KR hefur 37 sinnum sigrað á mótinu, síðast árið 2010, en Leiknir hefur þegar náð sínum besta árangri með því að komast í úrslitaleikinn.

Í grein um leikinn á KR-síðunni er einnig vakin athygli á því að bræðurnir Emil og Egill Atlasynir mætast í úrslitaleiknum í kvöld. Emil gekk til liðs við KR í fyrra en Egill skipti úr Víkingi í Leikni í vetur. Faðir þeirra er Atli Eðvaldsson sem nú þjálfari Reyni í Sandgerði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×