Íslenski boltinn

David James æfir með ÍBV yfir helgina

David James fagnar hér bikarsigri Portsmouth með Hermanni Hreiðarssyni vorið 2008.
David James fagnar hér bikarsigri Portsmouth með Hermanni Hreiðarssyni vorið 2008. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, David James, kemur til Vestmannaeyja í dag og mun æfa með Pepsi-deildarliðinu fram til sunnudags.

Hann er fyrst og fremst að skoða aðstæður og eftir helgina verður sest niður og rætt við hann um framhaldið. ÍBV vantar markvörð, meðal annars, eftir að Abel Dhaira fór frá félaginu.

Hinn 42 ára gamli James hefur spilað 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 212 í neðri deildunum. Hann lék meðal annars með Liverpool, Man. City og svo Portsmouth þar sem hann lék með þjálfara ÍBV, Hermanni Hreiðarssyni. Þeir urðu enskir bikarmeistarar með Portsmouth árið 2008.

James hefur einnig leikið 53 landsleiki fyrir England. Hann er á mála hjá enska C-deildarfélaginu Bournemouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×