Íslenski boltinn

KR vann fyrsta leikinn í Lengjubikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/stefán
Emil Atlason skoraði eina mark leiks KR og Stjörnunnar í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Markið skoraði hann með góðu skoti á 30. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur keppninnar í ár en KR komst þar með á sigurbraut á ný eftir að hafa tapað fyrir Leikni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Halldór Orri Björnsson spilaði með Stjörnunni en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson voru hins vegar ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld, né heldur Gary Martin og Kjartan Henry Finnbogason hjá KR en báðir eru meiddir.

Upplýsingar um markaskorara frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×