Íslenski boltinn

Jóhann Ragnar leggur skóna á hilluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Keflavíkur
Jóhann Ragnar Benediktsson, sem lék með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar, hefur ákveðið að hætta að spila með liðinu og flytja á heimaslóðir.

Jóhann Ragnar er að austan og spilaði áður með Fjarðabyggð og KVA. Hann lék með Keflavík og Grindavík í upphafi síns meistaraflokksferils og sneri svo aftur til Keflavíkur fyrir ári síðan.

Alls á hann að baki 186 leiki í deild og bikar í íslenska boltanum en í þeim skoraði hann 31 mark.

Jóhann Ragnar er 32 ára gamall en á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að hann hafi ákveðið að flytja aftur á heimaslóðir sínar vegna atvinnu sinnar. Því hafi hann einnig ákveðið að ljúka knattspyrnuferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×