Íslenski boltinn

Arnór Ingvi framlengir við Keflavík

Arnór Ingvi í leik með Keflavík síðasta sumar.
Arnór Ingvi í leik með Keflavík síðasta sumar.
Hinn stórefnilegi leikmaður Keflavíkur, Arnór Ingvi Traustason, er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Keflavík.

Hann er því samningsbundinn félaginu út næsta ár. Arnór Ingvi er aðeins 19 ára gamall en lék stóra rullu í liði Keflavíkur síðasta sumar.

Svo fór að hann var lánaðar til norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf þar sem hann spilaði tíu leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×