Íslenski boltinn

Helgi mun spila með Fram í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Helgi Sigurðsson mun spila með Fram í sumar en hann fékk leikheimild með félaginu í dag. Í haust réði hann sig til félagsins sem aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar.

Helgi er 38 ára gamall og hefur verið á mála hjá Víkingi undanfarin ár. Hann á þar að auki að baki langan feril í atvinnumennskunni.

Helgi er nú að ganga til liðs við Fram sem leikmaður í fjórða skiptið á sínum ferli. Hann kom fyrst árið 1993, svo 1997 og svo aftur árið 2006 er hann sneri endanlega heim úr atvinnumennsku. Hann hefur einnig spilað með Val hér á landi.

Hann hefur spilað 63 leiki með A-landsliði Íslands og skorað í þeim tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×