Íslenski boltinn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA. Mynd/Vilhelm
KA vann 3-1 sigur á Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í fótbolta í Boganum í kvöld en fjölmargir norðanmenn kíktu á einvígi erkfjendanna um sigur í þessu árlega undirbúningsmóti norðanliðanna.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, fyrirliði KA, skoraði tvö mörk í leiknum en Gunnar Örn Stefánsson skoraði fyrsta mark KA-liðsins í leiknum. Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn í 2-1 níu mínútum fyrir leikslok. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir KA.

Þórsarar spila í Pepsi-deildinni næsta sumar en KA-menn ætla sér stóra hluti í 1. deildinni undir stjórn Bjarna Jóhannssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×