Íslenski boltinn

Fram og Hlynur Atli sættust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Heimasíða Fram hefur greint frá því að félagið hafi náð fullum sáttum við Hlyn Atla Magnússon, fyrrverandi leikmann Fram.

Hlynur Atli fékk sig lausan frá Fram eftir að Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði deilu hans við félagið nú fyrr í vetur.

Í haust auglýsti Fram Hlyn Atla til sölu og þá sendi Hlynur Atli frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætti ekki samleið með þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni.

En í sameiginlegri yfirlýsingur sem stjórn knattspyrnudeildar Fram og Hlynur Atli senda frá sér í dag kemur fram að aðilar séu sáttir við þessi málalok og skilji sáttir.

Hlynur Atli mun spila með Þór í Pepsi-deildinni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×