Fleiri fréttir

Við erum of grandalausir

Mál tengd veðmálasvindli og hagræðingu úrslita leikja hafa komið upp hér á Íslandi síðustu ár. Framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. "Félögin halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi,“ segir Þórir í viðtali við Fréttablaðið.

Lars vill spila við sterk lið

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rússlandi í vináttulandsleik í Marbella á Spáni á morgun en þetta er fyrsti leikur liðsins á árinu 2013. KSÍ birti í gær svör landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með rússnesku pressunni.

Skorin upp herör gegn einelti

Myndband sem leikmenn A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sendu frá sér í haust varð kveikjan að samstarfi KSÍ við yfirvöld um þátttöku knattspyrnuhreyfingarinnar í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi.

Elín Metta með fernu að meðaltali í leik

Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur.

48 milljóna rekstrarhagnaður hjá KSÍ á árinu 2012

Knattspyrnusamband Íslands birti í dag inn á heimasíðu sinni ársreikning sambandsins fyrir árið 2012 en rekstrarhagnaður ársins nam tæpum 48 milljónum króna eða fimmtán milljónum minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hlynur Atli á leið til Þórs

Hlynur Atli Magnússon mun spila með nýliðum Þórs í Pepsi-deild karla næsta sumar en hann mun skrifa undir tveggja ára samning um helgina.

Grétar: Líklegra að ég verði áfram í KR

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, segist vilja berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu þrátt fyrir að hafa fengið þau skilaboð að hann megi líta í kringum sig.

Grétars ekki óskað hjá KR

Grétar Sigfinnur Sigurðarson er líklega á leið frá KR. Honum var tilkynnt í gær að þjálfarinn Rúnar Kristinsson vilji frekar nota aðra leikmenn.

Stelpurnar spila við Svía 6. apríl

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik ytra 6. apríl næstkomandi. Leikið verður í Växjö en á þeim velli mun íslenska liðið leika tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppni úrslitakeppni EM í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Eiður og Kolbeinn snúa aftur í landsliðið

Lars Lagerbäck, A-landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Rússum í byrjun febrúar. Sá leikur fer fram á Spáni. Kolbeinn Sigþórsson er líka aftur kominn inn í hópinn eftir meiðsli.

KR vann 3-0 í fyrsta leik Andra Ólafs

KR-ingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Reykjavíkurmóti karla en Vesturbæjarliðið vann 3-0 sigur á Þrótti í Egilshöllinni í gærkvöldi. Andri Ólafsson kom frá ÍBV á sunnudaginn og lék sinn fyrsta leik með liðinu í gær.

Ásgeir Gunnar hættur

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson mun ekki spila knattspyrnu næsta sumar og segir að hann sé hættur.

Fylkir vann Fram í gær og svona voru mörkin

Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi í b-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta og eftir þá eru Leiknismenn á toppnum eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fylkismenn voru þó lið kvöldsins í Egilshöllinni.

Elín Metta með sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum

Valskonan Elín Metta Jensen, sem fékk Gullskóinn í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar, byrjar tímabilið vel því hún er búin að skora þrennur í tveimur fyrstu leikjum Valsliðsins á tímabilinu og alls sjö mörk í þessum tveimur leikjum.

Viðar Örn að velja á milli þriggja Pepsi-deildar liða

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mun spila í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að lið hans hafi fallið úr deildinni í haust. Fótbolti.net segir frá því í dag að Selfoss sé tilbúið að lána framherjann sinn til liðs í Pepsi-deildinni.

Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík.

Leikmenn fá greitt eins og sjómenn

Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun.

Fyrrum leikmaður Man. City á leið til ÍBV

Fréttamiðillinn eyjar.net segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ÍBV sé í samningaviðræðum við Benjani Mwaruwari fyrrum leikmann Man. City og Portsmouth.

Miðasalan hafin á leiki íslensku stelpnanna á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í sumar þegar liðið verður meðal þátttökuliða á Evrópumótinu í Svíþjóð en íslensku stelpurnar eru í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi.

Eiður spilar með ÍBV í sumar

Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er á leið aftur til ÍBV en það kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

Troost spilar áfram með Blikum

Miðvörðurinn hollenski Renee Troost er búinn að skrifa undir nýjan samning við Blika og leikur því með liðinu næsta sumar.

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar

Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar.

Hverjir eru nógu ruglaðir?

Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár.

Eyjamenn missa lykilmann í norsku b-deildina

Rasmus Christiansen, fyrirliði ÍBV og einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hefur gert tveggja ára samning við norska b-deildarliðið Ull/Kisa en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal?

Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir