Lennon í launadeilu við Framara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2013 08:00 Lennon er samningslaus í lok sumar og þarf á því að halda að spila vel í sumar. Fréttablaðið/Valli „Ég á ekkert í neinum illdeilum við stjórn Fram en ég þarf að vita að félagið vilji standa sig vel og verði með gott lið. Þetta er stórt ár fyrir mig, ég þarf að standa mig vel og þá verð ég að vera á rétta staðnum. Stefnan hjá mér er að spila vel í sumar og komast að erlendis eftir tímabilið. Þá þarf ég að vera á réttum stað, sama hvort það er Fram eða annað lið á Íslandi. Ég vil bara hugsa um fótbolta í ár og sleppa öllu rifrildi og leiðindum," segir Steven Lennon, framherji Fram, en það er ekki alveg útséð með að hann verði áfram í Safamýrinni. Þar hafa verið vandamál upp á síðkastið. „Nýja stjórnin vildi semja við mig upp á nýtt því ég er dýr leikmaður. Þeir þurfa líka að greiða fyrir bíl og íbúð fyrir mig. Gamla stjórnin var búin að lofa mér bíl en nýja stjórnin segir að það sé ekki í samningnum. Þess vegna geti ég ekki fengið bíl. Ég tjáði þeim að mér væri alveg sama um það enda hefði mér verið lofað því að fá bíl," sagði Lennon en hann er búinn að fá bíl en félagið vill að hann greiði fyrir bílinn sjálfur. „Ég held að þetta sé að bjargast og að þeir muni borga fyrir þetta svo ég spili glaður með Fram."Málið er í höndum Framara Það vakti mikla athygli síðasta sumar er Lennon lýsti því yfir að hann vildi komast til KR. Af því varð ekki og hann fótbrotnaði skömmu síðar. „Það er enn áhugi á mér frá öðrum félögum. Ég var næstum því farinn til KR en félagið vildi halda mér til þess að geta fengið aðra leikmenn til félagsins. Vonandi gengur það eftir. Ég þarf á því að halda að standa mig vel, sama hvort það er með Fram, FH eða KR. Ef Fram hefur ekki efni á því að halda mér þá fer ég líklega. Þetta mál er í höndum Framara," segir Lennon en hann segist vita að það hafi komið tilboð frá öðrum félögum í sig en Fram vilji ekki selja. „Ef Fram heldur áfram að standa við sitt þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ef ég hætti að fá greitt þá verð ég svekktur eins og allir aðrir launþegar. Þeir vita að ég er atvinnumaður sem leggur sig alltaf allan fram. Ég þarf að nýta hvert tækifæri til þess að sýna mig og sanna fyrir öðrum liðum."Verða að standa við sín loforð Lennon segir að það séu enn viðræður á milli sín og félagsins um framhaldið. „Stjórnin hefur sýnt áhuga á að halda mér og hún veit hvað þarf til þess. Þeir verða að standa við sín loforð. Við erum að vinna í að breyta samningnum mínum og það verður að koma í ljós hvað verður. Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar. Vonandi fáum við botn í þetta á næstu vikum en ég ætla ekki að taka á mig neina launalækkun. Ef þeir treysta sér ekki í að standa við sitt þá verða þeir að sleppa mér. Þeir hafa verið að reyna að draga af laununum fyrir bílnum og íbúðinni þar sem það var ekki í samningnum. Það var samt búið að lofa mér þessum hlutum. Þeir eru að reyna að láta mig borga fyrir hluti sem ég er ekki sáttur við. Ef þeir standa við sitt er ég meira en til í að vera áfram," sagði framherjinn og bætti við. „Ég veit þeir eru að reyna sitt besta til þess að standa við samninginn. Við áttum fund um daginn og þeir ætluðu að hafa samband daginn eftir. Það eru meiri en tíu dagar síðan þannig að þeir eru greinilega enn að hugsa sinn gang. Ég bíð enn eftir svörum og erfitt að segja hvernig þetta mál fer." Lennon hefur lítið spilað með Fram á undirbúningstímabilinu en það hefur ekkert með peninga að gera. „Ég hef verið í miklum vandræðum með ökklann á mér upp á síðkastið en ég held það sé út af undirlaginu. Gervigrasið fer ekki vel í mig. Ökklinn er viðkvæmur eftir brotið síðasta sumar þannig að ég fer mér hægt. Það liggur ekkert á enda langt í sumarið," segir Lennon. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
„Ég á ekkert í neinum illdeilum við stjórn Fram en ég þarf að vita að félagið vilji standa sig vel og verði með gott lið. Þetta er stórt ár fyrir mig, ég þarf að standa mig vel og þá verð ég að vera á rétta staðnum. Stefnan hjá mér er að spila vel í sumar og komast að erlendis eftir tímabilið. Þá þarf ég að vera á réttum stað, sama hvort það er Fram eða annað lið á Íslandi. Ég vil bara hugsa um fótbolta í ár og sleppa öllu rifrildi og leiðindum," segir Steven Lennon, framherji Fram, en það er ekki alveg útséð með að hann verði áfram í Safamýrinni. Þar hafa verið vandamál upp á síðkastið. „Nýja stjórnin vildi semja við mig upp á nýtt því ég er dýr leikmaður. Þeir þurfa líka að greiða fyrir bíl og íbúð fyrir mig. Gamla stjórnin var búin að lofa mér bíl en nýja stjórnin segir að það sé ekki í samningnum. Þess vegna geti ég ekki fengið bíl. Ég tjáði þeim að mér væri alveg sama um það enda hefði mér verið lofað því að fá bíl," sagði Lennon en hann er búinn að fá bíl en félagið vill að hann greiði fyrir bílinn sjálfur. „Ég held að þetta sé að bjargast og að þeir muni borga fyrir þetta svo ég spili glaður með Fram."Málið er í höndum Framara Það vakti mikla athygli síðasta sumar er Lennon lýsti því yfir að hann vildi komast til KR. Af því varð ekki og hann fótbrotnaði skömmu síðar. „Það er enn áhugi á mér frá öðrum félögum. Ég var næstum því farinn til KR en félagið vildi halda mér til þess að geta fengið aðra leikmenn til félagsins. Vonandi gengur það eftir. Ég þarf á því að halda að standa mig vel, sama hvort það er með Fram, FH eða KR. Ef Fram hefur ekki efni á því að halda mér þá fer ég líklega. Þetta mál er í höndum Framara," segir Lennon en hann segist vita að það hafi komið tilboð frá öðrum félögum í sig en Fram vilji ekki selja. „Ef Fram heldur áfram að standa við sitt þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ef ég hætti að fá greitt þá verð ég svekktur eins og allir aðrir launþegar. Þeir vita að ég er atvinnumaður sem leggur sig alltaf allan fram. Ég þarf að nýta hvert tækifæri til þess að sýna mig og sanna fyrir öðrum liðum."Verða að standa við sín loforð Lennon segir að það séu enn viðræður á milli sín og félagsins um framhaldið. „Stjórnin hefur sýnt áhuga á að halda mér og hún veit hvað þarf til þess. Þeir verða að standa við sín loforð. Við erum að vinna í að breyta samningnum mínum og það verður að koma í ljós hvað verður. Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar. Vonandi fáum við botn í þetta á næstu vikum en ég ætla ekki að taka á mig neina launalækkun. Ef þeir treysta sér ekki í að standa við sitt þá verða þeir að sleppa mér. Þeir hafa verið að reyna að draga af laununum fyrir bílnum og íbúðinni þar sem það var ekki í samningnum. Það var samt búið að lofa mér þessum hlutum. Þeir eru að reyna að láta mig borga fyrir hluti sem ég er ekki sáttur við. Ef þeir standa við sitt er ég meira en til í að vera áfram," sagði framherjinn og bætti við. „Ég veit þeir eru að reyna sitt besta til þess að standa við samninginn. Við áttum fund um daginn og þeir ætluðu að hafa samband daginn eftir. Það eru meiri en tíu dagar síðan þannig að þeir eru greinilega enn að hugsa sinn gang. Ég bíð enn eftir svörum og erfitt að segja hvernig þetta mál fer." Lennon hefur lítið spilað með Fram á undirbúningstímabilinu en það hefur ekkert með peninga að gera. „Ég hef verið í miklum vandræðum með ökklann á mér upp á síðkastið en ég held það sé út af undirlaginu. Gervigrasið fer ekki vel í mig. Ökklinn er viðkvæmur eftir brotið síðasta sumar þannig að ég fer mér hægt. Það liggur ekkert á enda langt í sumarið," segir Lennon.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira