Kjartan Henry: Hef ekki gefið upp alla von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2013 11:56 Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Mynd/Valli Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns." Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns."
Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira