Fleiri fréttir

Dagný bætti upp fyrir vítaklúður og Sara lagði upp á Ítalíu

Íslenskar landsliðskonur voru áberandi í nokkrum af stærstu deildum Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir skoraði í 0-2 útisigri West Ham í ensku Ofurdeildinni og Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp í 2-4 útisigri Juventus í ítölsku A-deildinni.

Óskar Örn genginn til liðs við Grindavík

Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Ten Hag vill sóknar­mann í janúar

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vill fá inn sóknarmann í stað Cristiano Ronaldo þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jafnt í slagnum um Manchester

Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Karó­lína Lea loks að snúa til baka: „And­­lega hef ég aldrei verið betri“

Eftir að hafa verið meidd í alltof langan tíma og spilað í gegnum téð meiðsli á Evrópumótinu síðasta sumar varð landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en hún er loks byrjuð að æfa aftur og stefnir á að geta byrjað að spila á fullu með Bayern München fyrr heldur en seinna.

Aftur geta Króatar gert hið ó­mögu­lega

Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. 

„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“

Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því.

Ten Hag: Við vildum halda Ronaldo

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það hafa verið ákvörðun Ronaldo að yfirgefa félagið. Ten Hag hefði sjálfur verið til í að hafa Ronaldo lengur hjá félaginu, þangað til hann fór í viðtalið umdeilda við Piers Morgan.

Englendingar æfir út í dómgæsluna

Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu.

Van Gaal endanlega hættur í fótbolta

Louis Van Gaal er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins og í fótbolta yfir höfuð. Þetta staðfesti hann eftir súrt tap Hollands gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM sem fer fram í Katar.

Alexandra skoraði tvö í stór­sigri

Alexandra Jóhannsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Guðný Árnadóttir voru allar í sigurliðum í Serie A, úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Ítalíu, í dag. Það sem meira er, Alexandra skoraði tvö mörk í 4-0 stórsigri Fiorentina.

Þægi­legt hjá Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir lék að venju allan leikinn í hjarta varnar Bayern München þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Neymar gæti lagt lands­liðs­skóna á hilluna

Eftir súrt tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sagði brasilíska stórstjarnan Neymar að landsliðsskórnir gætu verið á leið upp í hillu.

Messi lét Van Gaal heyra það og segir Mara­dona fylgjast með frá himnum

Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal.

Blaða­maður sem mót­mælti regn­boga­reglum á HM er látinn

Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 

Neymar jafnaði opinbert markamet Pelé

Neymar jafnaði í dag opinbert markamet goðsagnarinnar Pelé fyrir brasilíska landsliðið í knattspyrnu. Neymar skoraði mark Brasilíu er liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu gegn Króatíu eftir vítaspyrnukeppni.

Karólína Lea farin að æfa á ný

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðist loksins vera að ná sér af löngum meiðslum og er farin að æfa með félagsliði sínu, þýska stórveldinu Bayern München, á nýjan leik.

Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni

Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Van Gaal kokhraustur: „Ekki erfitt að stöðva Messi“

Það vantar sjaldan gorgeirinn í Louis van Gaal, þjálfara hollenska fótboltalandsliðsins. Fyrir leikinn gegn Argentínu sagði hann að það væri lítið mál að finna lausnir við Lionel Messi, einum besta fótboltamanni allra tíma.

41 árs Zlatan stefnir á endurkomu í næsta mánuði

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir háan aldur. Hann er við það að snúa aftur eftir krossbandsslit á nýju ári en hann verður 42 ára gamall næsta haust.

Eftirmaður Enriques fundinn

Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir