Fleiri fréttir

Svava og stöllur í ágætis stöðu þrátt fyrir tap

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu 25 mínúturnar er lið hennar Bordeaux frá Frakklandi tapaði 3-2 fyrir þýska stórliðinu Wolfsburg í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

United sækir um undanþágu fyrir Ronaldo

Enska fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um undanþágu til ensku úrvalsdeildarinnar svo stjarnan Cristiano Ronaldo, sem gekk í raðir félagsins í gær, geti borið sína frægu sjöu á bakinu.

Við það að fá tauga­á­fall í fangelsinu

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er við það að fá taugaáfall í HMP Altcourse-fangelsinu. Þar bíður hann dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. 

Reynslu­boltarnir úr Pepsi Max deildinni

Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum.

Kári lét sér fátt um finnast um útspil Tólfunnar

Kári Árnason, aldursforseti fótboltalandsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði að einbeita sér að fullum krafti að landsleiknum við Rúmeníu á morgun, þó að allir verði varir við umræðuna um liðið síðustu daga. Hann hafði lítið að segja um útspil Tólfunnar sem ætlar að þegja fyrstu ellefu mínútur leiksins.

Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri

Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hófst klukkan 12:45.

Rúnar Páll tekinn við Fylki

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Rúnar Pál Sigmundsson um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins.

Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri

Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut.

Styrkja baráttuna gegn kynferðisofbeldi og vilja að Kolbeinn sýni iðrun

„Við gerum okkur grein fyrir því að margir telja leikmanninn ekki lengur verðskulda að spila fyrir IFK Gautaborg,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmannaklúbbs IFK Gautaborgar vegna máls Kolbeins Sigþórssonar. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að styrkja samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi.

FH fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun

FH hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðunnar um kynferðisofbeldi innan fótboltans á Íslandi. Þar fordæmir félagið hvers kyns ofbeldishegðun og vinna við viðbrögð við henni séu í forgangi.

Danska lands­liðið for­dæmir að­stæður í Katar

Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM.

Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans

Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid

Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum.

Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping.

Tottenham fær bakvörð frá Barcelona

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli.

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Samningi Arons í Póllandi rift

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson mun ekki leika meira fyrir pólska félagið Lech Poznan. Aron og félagið tóku sameiginlega ákvörðun um að rifta samningi hans sem gilda átti til áramóta.

Samningi Kolbeins ekki rift

Samningi sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar við Kolbein Sigþórsson verður ekki rift. Þetta segir Pontus Farnerud, íþróttastjóri sænska félagsins.

Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld

„Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag.

Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum.

Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga.

Franska ungstirnið á leið til Madrídar

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga er á leið til Real Madríd. Þetta staðfestir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano. Real ku greiða rúmlega 30 milljónir evra fyrir þennan 18 ára gamla miðvallarleikmann.

Rúnar Alex á leið til Belgíu

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til belgíska úrvalsdeildarliðsins OH Leuven á láni. Frá þessu er greint á vef The Athletic.

Sjá næstu 50 fréttir