Fleiri fréttir

Svekkjandi tap í fyrsta leik Guðlaugs Victors

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke 04 er liðið tapaði 3-1 Hamburger SV í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í Gelsenkirchen í kvöld. Varamenn Hamburgar reyndust þeirra liði vel á lokakaflanum.

Öruggir sigrar ÍBV og Þórs

Tveir leikir voru á dagskrá í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV og Þór unnu þar bæði örugga heimasigra.

Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum.

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Neitar sök fyrir rétti í heimilsofbeldismáli

Réttarhöld yfir Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United og þjálfara velska landsliðsins, hófust í Manchester-borg í dag. Giggs er ákærður fyrir heimilsofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Yfir­gefur Djurgården eftir höfuð­högg

Rachel Bloznalis hefur ekki spilað með sænska knattspyrnuliðinu Djurgården síðan í mars en þá fékk hún högg á höfuðið. Bloznalis hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun og hefur því yfirgefið Djurgården.

Gæti orðið dýrasti leik­maður Man City frá upp­hafi

Framtíð enska landsliðsframherjans Harry Kane virðist enn í lausu lofti. Spurning hversu lengi Tottenham Hotspur geti staðist gylliboð Manchester City en talið er að Englandsmeistararnir gætu boðið allt að 160 milljónir punda til að fá Kane í sínar raðir.

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Þeir eru með að­eins meiri gæði en við

Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Ítalíu­meistararnir fara heldur ekki til Flórída

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa ákveðið að fara ekki til Flórída og taka þátt í samnefndu æfingamóti vegna kórónuveiruna. Aðeins eru tvö lið eftir á mótinu eins og staðan er í dag.

„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“

„Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Frá í allt að hálft ár

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, er á leið í aðgerð og verður frá út árið.

Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót

Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.