Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Ari Freyr lagði upp í Íslendingaslag

Tveimur leikjum var að ljúka í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Hammarby vann 2-1 sigur á heimavelli gegn Norrköping, og Häcken gerði 1-1 jafntefli gegn Elfsborg.

Hádramatískur sigur í fyrsta leik Freys

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby unnu nauman 2-1 sigur á Nyköbing í fyrstu umferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á ögurstundu.

„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag.

Gifti sig í skrúfutökkunum

Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs á Akureyri í Lengjudeild karla í fótbolta, batt á sig heldur óhefðbundinn skóþveng þegar hann gifti sig í gær.

Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit

Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.

Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi

Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi.

Spilaði allan leikinn enn einu tapinu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Orlando Pride sem þurfti að þola 2-0 tap fyrir OL Reign á heimavelli í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í nótt. Orlando hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu.

Kristófer Ingi í dönsku deildina

Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE. Hann kemur frá franska B-deildarfélaginu Grenoble.

Arnór Ingvi í liði vikunnar vestanhafs

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var valinn í lið vikunnar í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta eftir góða frammistöðu í 5-0 sigri liðs hans New England Revolution á Inter Miami á miðvikudagskvöld.

Dramatískur sigur Selfyssinga fyrir vestan

Selfoss lagði Vestra 2-1 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Olís-vellinum á Ísafirði. Sigurmark gestanna var skorað í lok uppbótartíma.

Öðrum Lengjudeildarleik frestað vegna smits

Leik Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað öðru sinni vegna smits í röðum Kórdrengja. Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem fresta þarf í deildinni.

Solskjær framlengir við Manchester United

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. United gaf út tilkynningu þess efnis í dag.

35 milljón punda maður sem enginn vill

Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021.

Svekkjandi tap í fyrsta leik Guðlaugs Victors

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke 04 er liðið tapaði 3-1 Hamburger SV í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í Gelsenkirchen í kvöld. Varamenn Hamburgar reyndust þeirra liði vel á lokakaflanum.

Öruggir sigrar ÍBV og Þórs

Tveir leikir voru á dagskrá í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV og Þór unnu þar bæði örugga heimasigra.

Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum.

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Neitar sök fyrir rétti í heimilsofbeldismáli

Réttarhöld yfir Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United og þjálfara velska landsliðsins, hófust í Manchester-borg í dag. Giggs er ákærður fyrir heimilsofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Yfir­gefur Djurgården eftir höfuð­högg

Rachel Bloznalis hefur ekki spilað með sænska knattspyrnuliðinu Djurgården síðan í mars en þá fékk hún högg á höfuðið. Bloznalis hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun og hefur því yfirgefið Djurgården.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.