Fleiri fréttir

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Þeir eru með að­eins meiri gæði en við

Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Ítalíu­meistararnir fara heldur ekki til Flórída

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa ákveðið að fara ekki til Flórída og taka þátt í samnefndu æfingamóti vegna kórónuveiruna. Aðeins eru tvö lið eftir á mótinu eins og staðan er í dag.

„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“

„Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Frá í allt að hálft ár

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, er á leið í aðgerð og verður frá út árið.

Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót

Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

Skrifa söguna í Tókýó

Brasilísku fótboltagoðsagnirnar Marta og Formiga skrifuðu söguna í opnunarleik Ólympíuleikanna í Japan sem Brasilía vann 5-0 gegn Kína í morgun.

KR áfram á toppnum - loks vann Augnablik

11. umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Toppliðin þrjú í deildinni unnu öll og þá vann botnlið Augnabliks sinn fyrsta sigur síðan í fyrstu umferð.

Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund

Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar.

Skoraði þrennu í sjö marka tapi

Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada.

Amanda með mark mánaðarins í Noregi

Amanda Andradóttir, leikmaður Noregsmeistara Vålerenga í knattspyrnu, skoraði flottasta mark norsku úrvalsdeildarinnar í júní að mati áhorfenda deildarinnar.

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Sjá næstu 50 fréttir