Fleiri fréttir

Víkingar og Haukar upp að hlið Grindavíkur á toppnum

Víkingar unnu góðan 3-0 útisigur á Tindastól í 1. deild karla í fótbolta í dag og ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um laus sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. BÍ/Bolungarvík og Haukar gerðu 2-2 jafntefli við vestan sem þýðir að þrjú lið eru með 36 stig á toppi deildarinnar.

Margrét Lára skoraði fyrir Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 3-0 sigri á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í dag en þetta var langþráður sigur hjá Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar sem voru búnar að spila fimm deildarleiki í röð án þess að vinna.

HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

Jóhann Berg fyrstur til að skora þrennu í keppni

Jóhann Berg Guðmundsson endurskrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse i Bern í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss. Hann varð þar með fyrsti íslenski landsliðsleikmaðurinn sem skorar þrjú mörk í keppnisleik.

Hólmfríður hélt upp á nýja samninginn með marki

Fjórar íslenskar knattspyrnukonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið tapaði 2-3 á útivelli á móti Trondheims Örn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristin Lie tryggði Trondheims Örn öll þrjú stigin með marki á lokamínútunni.

Var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjunum

Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli við Sviss í Bern. Öll mörkin þrjú voru að glæsilegri gerðinni en það er óhætt að segja það að það sé ekki daglegt brauð að Jóhann Berg skori fyrir landsliðið.

Enn fækkar í framherjahópi enska landsliðsins

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof kátur þrátt fyrir 4-0 sigur á Moldavíu í undankeppni HM á Wembley í gær því framundan er erfiður leikur í Úkraínu og enn fækkaði í framherjahópi enska landsliðsins.

Suárez með bæði mörkin í sigri í Perú

Luis Suárez skoraði bæði mörk Úrúgvæ þegar liðið sótti þrjú stig til Perú í undankeppni HM í fótbolta í nótt. Þetta var fyrsti alvöru leikur kappans í nokkurn tíma því hann er að taka út leikbann hjá Liverpool.

Aron kom inn á 90. mínútu í tapi Bandaríkjanna

Aron Jóhannsson og nýju félagar hans í bandaríska landsliðinu töpuðu 1-3 á móti Kosta Ríka í undankeppni HM í nótt en fyrir vikið náði Kosta Ríka efsta sætinu í riðlinum. Mexíkó tapaði einnig í nótt og það á heimavelli á móti Hondúras.

Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi

Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn.

Endurkoma aldarinnar hjá íslenska landsliðinu

Ísland kom til baka eftir að hafa lent þrem mörkum undir gegn mögnuðu liði Sviss og uppskar stig að lokum. Einn ótrúlegasti knattspyrnuleikur sem íslenskt landslið hefur spilað frá upphafi. Ísland hefði unnið ef liðið hefði spilað þokkalegan varnarleik.

Tvær sjöur í miklu stuði í kvöld - myndir

Jóhann Berg Guðmundsson og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir þrennu fyrir sínar þjóðir í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Jóhann Berg tryggði Íslandi 4-4 jafntefli á útivelli á móti Sviss en Ronaldo tryggði Portúgal 4-2 útisigur á Norður-Írlandi.

Birkir: Þetta var alveg frábært

"Þetta er einn af ótrúlegustu leikjum sem ég hef tekið þátt í," sagði Birkir Bjarnason en hann átti stórleik í 4-4 leik Sviss og Íslands í kvöld.

Miroslav Klose jafnaði markamet Gerd Müller

Miroslav Klose skoraði fyrsta mark Þjóðverja í 3-0 sigri á Austurríki í kvöld í undankeppni HM en með þessu marki jafnaði hann 39 ára markamet Gerd Müller. Thomas Müller og Toni Kroos innsigluðu síðan öruggan sigur þýska liðsins en liðið er með fimm stiga forskot á toppi síns riðils.

Ragnar gat ekki fagnað með Jóa

"Þetta var frábært. Algjörlega frábært eftir stöðuna sem við vorum komnir í," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir 4-4 leikinn gegn Sviss í kvöld.

Ronaldo gerði þrennu fyrir Portúgal í kvöld

Portúgalinn Cristiano Ronaldo gerði, rétt eins og Jóhann Berg Guðmundsson, þrennu fyrir þjóð sína í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Norður Írlandi á þeirra heimavelli.

Hannes: Þetta var ótrúlegt

Hannes Þór Halldórsson fékk á sig fjögur mörk í kvöld en hann gat engu að síður brosað eftir leik eins og félagar hans.

Fjör hjá íslensku stuðningsmönnunum fyrir leik

Það var gaman hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins fyrir leikinn á móti Sviss á Stade de Suisse í Bern í kvöld en leikurinn er í undankeppni HM og mjög mikilvægur fyrir framhaldið þar sem íslensku strákarnir ætla að berjast um laus sæti á HM í Brasilíu.

Norðmenn upp í annað sætið í okkar riðli

Noregur er komið upp í annað sætið í riðli Íslands í bili að minnsta kosti eftir 2-0 heimasigur á Kýpur í kvöld. Tarik Elyounoussi og Joshua King skoruðu mörk Norðmanna í þessum leik á Ullevaal Stadion í Osló.

Ragnar: Verðum að berja á þeim

Það verður væntanlega nóg að gera hjá Ragnari Sigurðssyni og félögum í vörn Íslands í kvöld enda Sviss með afar spræka sóknarmenn.

Rúmur milljarður fyrir að komast á HM

Það er til mikils að vinna að komast í úrslitakeppnina á HM í fótbolta. Stjórnarmaður svissneska knattspyrnusambandsins, Peter Stadelmann, segir í samtali við Berner Zeitung að enn sé ekki ljóst hve háa fjárhæð hvert knattspyrnusamband fái í sinn hlut.

Gunnleifur: Ég er hættur að æsa mig

Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson var pollslakur er Vísir hitti á hann í gær. Sat með kaffibolla í góða veðrinu og hafði ekki miklar áhyggjur af lífinu.

Er Cristiano Ronaldo ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims?

Spænska blaðið AS slær því upp á vefsíðu sinni í dag að forráðamenn Real Madrid hafi sagt við Cristiano Ronaldo að hann væri enn dýrasti knattspyrnumaður heims. Real Madrid heldur því fram að félagið hafi ekki borgað eins mikið fyrir velska landsliðsmanninn Gareth Bale.

Gylfi: Verðum að nýta færin

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn með íslenska landsliðinu í undankeppni HM og liðið þarf á töfrum hans að halda í leiknum gegn Sviss í kvöld.

Byrjar ekki vel hjá Demichelis hjá Manchester City

Manchester City keypti argentínska varnarmanninn Martin Demichelis rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði á dögunum og ætlunin var að styrkja vörn liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi í upphafi tímabilsins.

Birkir: Megum ekki pakka í vörn

"Þetta er mjög sterkt lið en við spiluðum okkar besta leik á móti þeim heima. Við reynum að horfa á það og gera okkar besta," sagði Birkir Bjarnason en hann verður í átökum gegn Sviss í kvöld.

Jóhann Berg þarf engan Range Rover

"Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands.

Valdi Lambert fram yfir Defoe

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Moldóvu í undankeppni HM á Wembley í kvöld.

Arsenal missteig sig

Katrín Ómarsdóttir og félagar í Liverpool hafa fjögurra stiga forskot á Arsenal á toppi efstu deildar ensku knattspyrnunnar.

Alfreð glímir við meiðsli og tæpur fyrir leikinn í kvöld

Meiðsli hafa verið að plaga íslenska liðið í undirbúningi leiksins. Emil Hallfreðsson er farinn heim vegna sinna meiðsla og þeir Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson æfðu ekkert síðustu tvo daga vegna meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur aftur á móti verið að taka þátt í æfingum síðustu daga en ekki var endilega búist við því.

Stig með okkur heim væri frábært afrek

Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnleifur Gunnleifsson gætu komið inn í byrjunarlið Íslands í kvöld. Gunnleifur varði mark Íslands í síðasta leik og hefur staðið sig vel í sumar. Eiður Smári hefur aftur á móti átt flottar innkomur í liðið og breytt spili liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir