Fótbolti

Var bara búinn að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn syngur í netinu í þriðja sinn. Birkir og Kolbeinn fagna þriðja marki Jóhanns Berg Guðmundssonar.
Boltinn syngur í netinu í þriðja sinn. Birkir og Kolbeinn fagna þriðja marki Jóhanns Berg Guðmundssonar. Mynd/AFP
Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli við Sviss í Bern. Öll mörkin þrjú voru að glæsilegri gerðinni en það er óhætt að segja það að það sé ekki daglegt brauð að Jóhann Berg skori fyrir landsliðið.

Jóhann Berg hafði aðeins náð að skora eitt mark í fyrstu 25 landsleikjum sínum en hann lék sinn 26. landsleik á Stade de Suisse í gær.

Eina landsliðsmark Jóhanns fyrir leikinn í gær kom í 2-0 sigri á Andorra 14. nóvember í fyrra en hann skoraði þá fyrra mark íslenska liðsins. Jóhann Berg hefur aðallega verið í því að leggja upp mörk fyrir félaga sína í landsliðinu.

Jóhann Berg Guðmundsson er 22 ára gamall og spilar með AZ Alkmaar í hollensku deildinni. Hann heufr farið vel af stað á tímabilinu og var búinn að skora 3 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum þar af tvö þeirra í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×