Fleiri fréttir

Villa hafnaði boði City

Aston Villa hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði Manchester City í James Milner, að sögn talsmanns fyrrnefnda félagsins.

Carragher: Capello hafði mikil áhrif

Jamie Carragher sagði að það hafði mikið að segja að Fabio Capello væri landsliðsþjálfari þegar hann tók ákvörðun um að gefa aftur kost á sér í enska landsliðið.

Maradona búinn að velja HM-hópinn sinn

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, er ekkert að velta of mikið fyrir sér hverja hann ætlar að taka með sér á HM því hann er búinn að velja 23 manna hópinn sinn.

Inter ekki á eftir Benitez

Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

City býður 20 milljónir punda í Milner

Sky-fréttastofan greinir frá því í kvöld að Manchester City sé búið að bjóða Aston Villa 20 milljónir punda fyrir vængmanninn James Milner.

Sevilla spænskur bikarmeistari

Sevilla vann í kvöld spænska konungsbikarinn. Liðið lagði Atletico Madrid, 2-0, í úrslitaleik sem fór fram á Camp Nou í Barcelona.

Hermanni boðinn nýr samningur hjá Portsmouth

Staðfest var á heimasíðu Portsmouth í dag að Hermanni Hreiðarssyni hefði verið boðinn nýr samningur hjá félaginu en núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Þrefalda refsingin ekki milduð

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, felldi tillögu þess efnis að milda hinar svokölluðu „þreföldu refsingar“ sem beitt er þegar leikmenn er talinn hafa rænt mótherja marki eða upplögðu marktækifæri.

Carragher ekki viss um að komast á HM

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segist alls ekki vera viss um að komast í lokahóp enska landsliðsins en hann var valinn í 30 manna æfingarhóp.

Matthew Upson blóðugur á æfingu enska landsliðsins í morgun

Það er greinilega ekkert gefið eftir í æfingabúðum enska landsliðsins í Ölpunum í Austurríki enda er mikil samkeppni í hópnum um sætin 23 í HM-hóp Englendinga í Suður-Afríku. Fabio Capello á eftir að skera hópinn niður um sjö sæti og það eru ekki margir dagar eftir til að sanna sig fyrir ítalska þjálfaranum.

Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal

Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern.

Mikel Arteta kemur ekki í staðinn fyrir Fábregas hjá Arsenal

Umboðsmaður Mikel Arteta segir leikmanninn sinn ekki vera á leiðinni til Arsenal eins og skrifað er um í enskum miðlum í dag. Arsenal er farið að leita að eftirmanni Cesc Fábregas sem er að öllum líkindum á leiðinni til spænska liðsins Barcelona.

Juventus búið að stela þjálfara Sampdoria - Del Neri ráðinn til Juve

Luigi Del Neri, þjálfari Sampdoria, verður næsti þjálfari Juventus en þetta var tilkynnt aðeins nokkrum dögum eftir að Del Neri stýrði Sampdoria inn í Meistaradeildina í lokaumferð ítölsku deildarinnar. Juventus er því búið að næla í þjálfara spútnikliðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili.

Giggs ætlar að styðja England á HM

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að styðja England á HM í Suður-Afríku í sumar en telur að Spánverjar séu líklegastir til að vinna heimsmeistaratitilinn.

Benitez vill kaupa Breta

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að stefna félagsins í leikmannakaupum hafi alltaf verið að leggja eigi áherslu á að kaupa breska leikmenn.

Mourinho: Real eða Inter

Jose Mourinho segir að það eina sem komi til greina hjá honum í sumar er að halda áfram sem knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu eða þá taka við Real Madrid á Spáni.

Gylfi og Birkir einu nýliðarnir á móti Andorra - Eiður Smári ekki valinn

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking.

Bullard mögulega á leið til Celtic

Forráðamenn Hull City eru sagðir reiðubúnir að íhuga að selja Jimmy Bullard eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

David Villa til Barcelona

Barcelona hefur keypt sóknarmanninn David Villa frá Valencia fyrir 40 milljónir evra. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Barcelona í dag.

Arsenal tregt til að sleppa Fabregas

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi það ekki í hyggju að selja fyrirliðann Cesc Fabregas nú í sumar.

Mourinho: Meistaradeildin stærri en HM

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, segir að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sé mikilvægasti knattspyrnuleikur heimsins.

Ferguson ætlar ekki að eyða miklu í sumar

Ólíklegt er að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, muni kaupa marga leikmenn til félagsins nú í sumar þó svo að honum standi til boða peningar til leikmannakaupa.

Gabbhreyfingar bannaðar í vítaspyrnum

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett reglur sem banna gabbhreyfingar þegar vítaspyrnur eru teknar. Reglurnar verða í gildi á HM í Suður-Afríku í sumar.

Deco ákveður framtíðina eftir HM

Deco segir að hann muni taka ákvörðun um framtíð sína hjá Chelsea eftir að heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku lýkur í sumar.

Villa nálgast Barcelona

Allt útlit er fyrir að David Villa, sóknarmaður Valencia, sé á leið til Barcelona.

Breiðablik tapaði á Akureyri

Þór/KA vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Breiðabliki á Akureyri en heil umferð fór fram í Pepsi deild kvenna á sama tíma.

Fabregas sagði Wenger að hann vildi fara

Enskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því síðdegis að Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hafi gengið á fund Arsene Wenger knattspyrnustjóra og tilkynnt honum að hann vildi fara frá félaginu í sumar.

Boateng: Þetta var óviljandi

Kevin-Prince Boateng hefur beðist afsökunar á tæklingunni á Michael Ballack í bikarúrslitaleik Chelsea og Portsmouth um helgina.

Læt fjölmiðla ekki hrekja mig frá Manchester

Búlgarinn Dimitar Berbatov er ákveðinn í því að vera áfram í herbúðum Man. Utd á næstu leiktíð og segir það ekki koma til greina að láta fjölmiðla hrekja sig frá félaginu.

Berlusconi íhugar að selja Milan

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, veltir því fyrir sér þessa dagana að selja félagið sem hann hefur farið fyrir í ein 24 ár.

Ronaldinho fær tveggja ára samning

Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir.

Ballack íhugar að fara í mál við Boateng

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í sumar en brot Kevin-Prince Boateng, leikmanns Portsmouth, í bikarúrslitaleiknum sá til þess að hann horfir á mótið í sjónvarpinu.

Henry alveg að sleppa frá Barcelona

Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, segir að félagið sé að ganga frá lausum endum svo Thierry Henry verði frjáls ferða sinna og geti skrifað undir samning við félag í Bandaríkjunum.

Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir