Enski boltinn

Hermanni boðinn nýr samningur hjá Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Staðfest var á heimasíðu Portsmouth í dag að Hermanni Hreiðarssyni hefði verið boðinn nýr samningur hjá félaginu en núverandi samningur hans rennur út í sumar.

Hermann er einn tíu leikmanna sem hefur verið boðinn nýr samningur hjá félaginu.

Á meðal þeirra leikmanna sem hafa fengið samningstilboð eru David James, Kanu og Ricardo Rocha.

Ungir og efnilegir leikmenn félagsins hafa einnig fengið samningstilboð en Portsmouth leikur í B-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×