Enski boltinn

Bullard mögulega á leið til Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Hull.
Jimmy Bullard í leik með Hull. Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Hull City eru sagðir reiðubúnir að íhuga að selja Jimmy Bullard eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Bullard er launahæsti leikmaður liðsins og vill félagið skera niður launakostnað fyrir næsta tímabil. Celtic í Skotlandi mun hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

„Við vitum af áhuga Celtic," sagði Adam Pearson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hull við skoska fjölmiðla í dag. „Enginn hjá Celtic hefur haft beint samband við mig en ég veit að fulltrúar Celtic hafa rætt við nokkra af þjálfurum okkar um Jimmy Bullard."

„Það vita allir að við eigum í fjárhagsvandræðum og við þyrftum því að taka öll tilboð sem berast í leikmenn til skoðunar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×