Fótbolti

Gabbhreyfingar bannaðar í vítaspyrnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett reglur sem banna gabbhreyfingar þegar vítaspyrnur eru teknar. Reglurnar verða í gildi á HM í Suður-Afríku í sumar.

FIFA sagði það óíþróttamannslega hegðun að reyna að gabba markvörð andstæðingsins með þessum hætti.

Það er þó enn leyfilegt að hægja á sér þegar leikmenn taka tilhlaup upp að vítapunktinum að sögn Jerome Valcke hjá FIFA.

„Hins vegar er það óleyfilegt að beita gabbhreyfingum þegar leikmenn eru við það að taka sjálfa spyrnuna," sagði Valcke.

Ef leikmenn skora eftir að hafa reynt að blekkja markvörðinn með slíkum gabbhreyfingum fær leikmaðurinn gult spjald og þarf þá að endurtaka spyrnuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×