Enski boltinn

Cudicini áfram hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Cudicini í leik með Tottenham.
Carlo Cudicini í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Markvörðurinn Carlo Cudicini hefur framlengt samning sinn við Tottenham um eitt ár til viðbótar.

Cudicini lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í nóvember síðastliðnum og hefur ekkert getað spilað síðan þá.

Hann er nú byrjaður að æfa á nýjan leik og ætlar að nota sumarið til að koma sér aftur í form. Ekki er búist við öðru en að hann verði aftur orðinn leikfær í upphafi næstu leiktíðar.

David James hafði verið orðaður við Tottenham að undanförnu en þessar fréttir gefa til kynna að lítið sé hæft í þeim sögusögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×