Fótbolti

Giggs ætlar að styðja England á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að styðja England á HM í Suður-Afríku í sumar en telur að Spánverjar séu líklegastir til að vinna heimsmeistaratitilinn.

Giggs er sem kunnugt er frá Wales en hefur allan sinn feril leikið með United.

„Ég verð á ströndinni en ætla að styðja mína liðsfélaga, líka þá sem spila með enska landsliðinu," sagði Giggs við enska fjölmiðla.

„Þegar kemur svo að fjórðungsúrslitunum mun ég horfa á alla leiki eins og allir aðrir áhugamenn um knattspyrnu."

„Það eru sex eða sjö lið, eins og Brasilía, Argentína, England, Þýskaland og Spánn sem munu berjast um titilinn en Spánn er eina liðið sem stendur upp úr að mínu mati."

„Mér finnst þeir líklegastir á mótinu. Þeir hafa aðeins tapað einum af síðustu 45 leikjum sínum sem er ótrúlegt afrek."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×