Enski boltinn

Fabregas gæti ákveðið sig á næstu tveim dögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas flýgur til London í dag og mun samkvæmt heimildum goal.com ákveða sig á næstu tveim dögum hvort hann heldur áfram að spila með Arsenal eða fer til Barcelona.

Miðjumaðurinn á að hafa sagt vinum sínum að hann standi frammi fyrir ákaflega erfiðri ákvörðun. Barcelona hélt því fram í dag að Fabregas vildi koma til félagsins.

Sjálfur hefur Fabregas sagt að hann vilji spila aftur með Barcelona einhvern tíma á ferlinum.

Hann er alinn upp hjá félaginu en kom ungur að árum til Arsenal og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið aðeins 16 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×