Enski boltinn

Stuðningsmenn Chelsea brutust inn í símkerfi Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Einhverjir hressir stuðningsmenn Chelsea gerðu sér lítið fyrir eftir sigur Chelsea í enska bikarnum og brutust inn í símkerfið hjá Man. Utd.

Þeir aðiliar sem hringdu í félagið heyrðu bara lagið "We are the champions" með Queen í stað símsvara sem segir að skrifstofan opni aftur á mánudag.

Talsmaður Man. Utd hefur staðfest þessa frétt og segir að rannsókn sé í gangi.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort prakkararnir verði kærðir en tæknideild United var fljót að komast að málinu og lokaði fyrir Freddie Mercury og félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×