Enski boltinn

Benitez vill kaupa Breta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að stefna félagsins í leikmannakaupum hafi alltaf verið að leggja eigi áherslu á að kaupa breska leikmenn.

Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa verið lykilmenn í liði Liverpool undanfarin ár og þá var Glen Johnson keyptur til félagsins síðastliðið sumar.

Nýlega festi Liverpool kaup á öðrum Englendingi þegar félagið fékk Jonjo Shelvey frá Charlton fyrir 1,7 milljón punda. Nú hafa þeir Gary Cahill og Danny Wilson verið orðaðir við félagið.

„Við höfum alltaf reynt að kaupa breska leikmenn," sagði Benitez við enska fjölmiðla. „Við reyndum að fá Gareth Barry en fengum svo Glen Johnson."

„Við höfum alltaf verið okkar langtímamarkmið og reynt að fylgja þeim. Við viljum að þessir leikmenn viti hvað það þýðir að spila með félagi eins og Liverpool. Við höfum því alltaf reynt að gera okkar besta fyrir félagið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×