Enski boltinn

Ballack íhugar að fara í mál við Boateng

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boateng brýtur hér á Ballack.
Boateng brýtur hér á Ballack.

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í sumar en brot Kevin-Prince Boateng, leikmanns Portsmouth, í bikarúrslitaleiknum sá til þess að hann horfir á mótið í sjónvarpinu.

Boateng hefur beðist afsökunar á brotinu en það er hugsanlega ekki nóg til þess að sefa reiði Ballacks. Umboðsmaður hans segir nefnilega að þeir séu að íhuga að kæra Boateng.

„Það sáu allir á vellinum hvað Boateng gerði. Þetta brot átti klárlega að meiða Ballack. Þess vegna erum við að íhuga dómsmál," sagði umboðsmaður Ballack.

„Við erum að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Það er ekki hægt að brjóta reglur leiksins svona til þess að meiða andstæðinginn. Það er ekki eins og lög nái ekki yfir menn á fótboltavellinum."

Umbinn segir að Ballack gæti orðið af allt að einni milljón evra í tekjur og bónusa vegna meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×