Enski boltinn

Læt fjölmiðla ekki hrekja mig frá Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Búlgarinn Dimitar Berbatov er ákveðinn í því að vera áfram í herbúðum Man. Utd á næstu leiktíð og segir það ekki koma til greina að láta fjölmiðla hrekja sig frá félaginu.

Þessi 29 ára framherji var harðlega gagnrýndur fyrir leik sinn í vetur. Af hverju? Jú, hann gat ekki neitt og hefur lítið sýnt síðan hann var keyptur á rúmar 30 milljónir punda frá Tottenham.

„Mitt markið er að spila áfram með félaginu. Þetta er besta lið heims og ég vil klára minn samning hér. Ég veit að ég hef hæfileikana til þess að standa mig hér. Að komast á samning hér var eitthvað sem ég hef alltaf stefnt að," sagði Berbatov.

„Það eru allir að spyrja mig hvar ég spili næsta vetur. Ég furða mig á því af hverju fjölmiðlar óska mér ekki góðs gengis með United næsta vetur heldur spyrja mig frekar að því hvert ég sé að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×