Enski boltinn

City býður 20 milljónir punda í Milner

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sky-fréttastofan greinir frá því í kvöld að Manchester City sé búið að bjóða Aston Villa 20 milljónir punda fyrir vængmanninn James Milner.

Heimildir Sky herma að fleiri fylgi með tilboðinu sem sé metið á 25 milljónir punda.

Forráðamenn Villa eru að fara yfir tilboðið en forráðamenn félagsins hafa áður sagt að þeir vilji halda Milner.

Hvort það heldur þegar alvöru tilboð er komið á borðið kemur í ljós á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×