Íslenski boltinn

Þrefalda refsingin ekki milduð

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, felldi tillögu þess efnis að milda hinar svokölluðu „þreföldu refsingar" sem beitt er þegar leikmenn er talinn hafa rænt mótherja marki eða upplögðu marktækifæri.

Leikmenn fá nú þrefalda refsingu fyrir slíkt brot - rautt spjald, bann auk þess sem dæmd er vítaspyrna á þá. Þetta hefur þegar gerst í þrígang í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla.

Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 FIFA að myndi þó að halda áfram að kanna málið og ræða við leikmenn, þjálfara og dómara á HM í sumar.

Viðtalið við Gylfa má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×