Fótbolti

Gerrard líkir Cole við Messi og Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard og Cole bregða á leik.
Gerrard og Cole bregða á leik.

Steven Gerrard segir að félagi sinn í enska landsliðinu, Joe Cole, sé jafn góður með boltann og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

„Joe Cole gerir ótrúlega hluti á æfingum. Hann er jafn góður með boltann og Messi og Ronaldo. Það eiga fáir roð í hann þegar kemur að brellum með boltann," sagði Gerrard.

Gerrard segir einnig að David Beckham sé best klæddi maðurinn í enska landsliðinu en Beckham spilar reyndar ekki með liðinu á HM í sumar.

„Það er aldrei neinn í liðinu sem er eins vel klæddur og Becks. Það skiptir ekki máli í hverju hann er. Hann er alltaf að halda sér. Það er mikil synd að hann geti ekki spilað með okkur í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×