Enski boltinn

Sunderland ætlar ekki að bjóða Benjani samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benjani í leik með Manchester City.
Benjani í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að félagið ætli ekki að bjóða Benjani samning nú í sumar.

Benjani er sóknarmaður sem er á mála hjá Manchester City en hann var lánaður til Sunderland á síðari hluta tímabilsins.

Talið er líklegt að hann fái að fara frítt frá City í sumar en engu að síður hefur Bruce ekki áhuga á að bjóða honum langtímasamning.

„Það var gott að fá hann á sínum tíma því við hefðum lent í vandræðum ef leikmenn hefðu dottið út vegna meiðsla," sagði Bruce við enska fjölmiðla.

„En hann spilaði ekki marga leiki með okkur. Ég tel þó að aukin samkeppni um stöður hafi laðað fram það besta úr öðrum leikmönnum - sérstaklega Kenwyne Jones."

Benjani var keyptur frá Portsmouth árið 2008 fyrir 3,5 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×