Fótbolti

Carragher ekki viss um að komast á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segist alls ekki vera viss um að komast í lokahóp enska landsliðsins en hann var valinn í 30 manna æfingarhóp.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, bað Carragher um að taka landsliðsskóna úr hillunni enda mikil meiðsli á varnarmönnum landsliðsins. Carragher, sem lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2007, varð við þeirra bón.

„Mér var boðið tækifæri á að reyna að komast á HM og ég tók það. Það á svo eftir að koma í ljós hvort ég verði í 23 manna hópnum. Þjálfarinn hefur aldrei unnið með mér áður en hefur auðvitað séð mig spila með Liverpool," sagði Carragher en lokahópurinn verður valinn 1. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×