Fótbolti

Ferguson: Foster besti enski markvörðurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ben Foster.
Ben Foster. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson telur að Ben Foster sé besti markvörðurinn sem Englendingar eiga um þessar mundir.

Engu að síður ákvað Ferguson nýlega að selja Foster til Birmingham fyrir sex milljónir punda. Foster var aðalmarkvörður United í upphafi tímabilsins en hefur síðan þá orðið undir í baráttunni við Edwin van der Sar og Tomasz Kuzczak um stöðu í leikmannahópi liðsins.

„Við tókum tilboði Birmingham því við vissum að Ben hafði áhyggjur af sinni framtíð," sagði Ferguson. „Ég hef góðan skilning á því. Það voru mikil vonbrigði fyrir hann að hafa misst sæti sitt í enska landsliðinu og þar með tækifærinu að spila á HM í sumar."

„Ég hef sterkar skoðanir á þessu. Ben er besti markvörður Englands og ég skil ekki af hverju hann kom ekki til greina bara af því að hann fékk lítið að spila í vetur."

„Ben hefur reynst okkur mjög vel en hann var óheppinn með meiðsli og ég held að hann eigi skilið tækifæri til að halda áfram að bæta sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×