Enski boltinn

Hermanni boðinn nýr samningur hjá Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson hefur átt í viðræðum við Portsmouth um nýjan samning sem félagið hefur boðið honum.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en Hermann er nú að glíma við erfið meiðsli. Hann sleit hásin í leik með Portsmouth fyrr í vetur og verður frá vegna meiðslanna langt fram á þetta ár.

Hermann kom fyrst til Englands árið 1997 en hefur verið á mála hjá Portsmouth síðan 2007.

Ekki allir fá nýjan samning við félagið sem hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og er nú í greiðslustöðvun.

"Við höfum þó rætt við Hermann um nýjan samning. Við ræddum saman á föstudaginn en hann fór í frí í gær. Hann vill vera áfram og þurfum við á fólki eins og honum að halda," sagði Andrew Andronikou, skiptastjóri Portsmouth.

"Hann hefur mikinn eldmóð og drifkraft auk þess að honum þykir afar vænt um félagið," bætti hann við.

Andronikou segir að David James markverði hafi einnig átt í samningaviðræðum og félagið vilji einnig halda þeim Ricardo Rocha, Joel Ward og Marlon Pack.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×