Enski boltinn

Cahill gerði nýjan samning við Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Cahill, leikmaður Everton.
Tim Cahill, leikmaður Everton. Nordic Photos / Getty Images
Tim Cahill hefur skrifað undir nýjan samning við Everton og er hann nú samningsbundinn félaginu til loka tímabilsins 2014.

Tvö ár voru eftir af fyrri samningi Cahill við Everton en hann hefur verið lykilmaður hjá liðinu á undanförnum misserum.

Cahill er þrítugur og hefur áður sagt að hann vilji spila með Everton þar til ferli hans lýkur. Hann kom til félagsins frá Millwall árið 2004.

"Stjórnarformaðurinn og stjórinn vita hvaða hug ég ber til félagsins og annarra leikmanna. Ég ber mikla virðingu fyrir öllum hér og verð vonandi áfram um ókominn tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×