Fleiri fréttir Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25 Benítez farinn að efast um andlegu hliðina hjá Aquilani Rafael Benítez, stjóri Liverpool, virðist vera farinn að missa þolinmæðina gagnvart Ítalanum Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust. Alberto Aquilani er enn á ný meiddur á ökkla en hann hefur aðeins byrjað átta leiki Liverpool-liðsins á tímabilinu. 3.4.2010 17:00 Guardiola: Ég vil frekar vinna alla hina leikina en Real-leikinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að stórsókn liðsins á upphafsmínútunum í Meistaradeildarleiknum á móti Arsenal sé eitthvað sem sjáist bara aðeins einu sinni á ævi hvers manns. 3.4.2010 16:30 Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. 3.4.2010 16:09 Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. 3.4.2010 15:58 Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. 3.4.2010 14:57 Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. 3.4.2010 14:48 Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. 3.4.2010 14:40 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. 3.4.2010 14:15 Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. 3.4.2010 13:34 Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. 3.4.2010 13:00 Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. 3.4.2010 12:30 Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. 3.4.2010 12:00 Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. 3.4.2010 11:30 Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. 3.4.2010 11:12 Þökulagði barinn sinn - myndir Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum. 2.4.2010 23:45 Nani: Við njótum álagsins „Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea. 2.4.2010 23:00 Moyes: Arteta getur leyst Fabregas af hólmi David Moyes stjóri Everton telur að Mikel Arteta sé rétti maðurinn til að leysa Cesc Fabregas af hólmi á HM ef fyrirliði Arsenal verður ekki klár í slaginn. 2.4.2010 22:00 Rooney sá eini sem hefði komist í liðið 1966 Sir Geoff Hurst telur að Wayne Rooney sé eini meðlimur enska landsliðsins sem er nægilega góður til að hafa komist í liðið sem vann heimsmeistaramótið 1966. 2.4.2010 21:00 Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki „Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 2.4.2010 20:00 Balotelli kominn aftur í hópinn hjá Inter Mario Balotelli er í leikmannahópi Inter sem mætir Bologna á morgun. Þessi nítján ára sóknarmaður hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho. 2.4.2010 19:00 West Ham kvartar yfir Fulham West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag. 2.4.2010 18:00 Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína. 2.4.2010 17:00 Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea. 2.4.2010 16:15 Treyja fyrir hvert tattú - stefna á nýtt heimsmet Forráðamenn brasilíska félagsins Vasco da Gama hafa ákveðið að fara nýja leið í að tryggja sér hollustu stuðningsmanna sinna og í leiðinni ætla þeir að komast inn í Heimsmetabók Guinners. 2.4.2010 14:00 Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla. 2.4.2010 13:30 Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt. 2.4.2010 13:00 Lars Ivar Moldskred er búinn að semja við KR Norski markvörðurinn Lars Ivar Moldskred hefur samið við KR út leiktíðina en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Moldskred er 32 ára markmaður með reynslu úr norsku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strømsgodset. 2.4.2010 12:30 Líkur á því að Wayne Rooney nái Manchester City leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney verði frá í tvær til þrjár vikur vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni. 2.4.2010 11:30 Benzema er ekki á leið til AC Milan Umboðsmaður franska framherjans Karim Benzema segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið til AC Milan í sumar. 2.4.2010 10:00 Fabio semur við Man. Utd til 2014 Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008. 2.4.2010 09:00 Enginn Barthez með KR í gær Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær. 2.4.2010 08:00 Gríðarleg öryggisgæsla á HM í sumar Lögreglumenn frá allt að 25 löndum verða við störf á HM í Suður-Afríku í sumar. Þess utan verður lögreglulið heimamanna vel mannað og öll þáttökulönd senda löggæslufólk á svæðið. 2.4.2010 07:00 Benitez: Verðum að vera jákvæðir Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með sænska dómarann Jonas Eriksson í kvöld en hann dæmdi leik Liverpool og Benfica í Evrópudeildinni. 1.4.2010 22:40 Evrópudeildin: Sigur hjá Fulham en tap hjá Liverpool Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA fóru fram í kvöld og tvö ensk félagslið - Liverpool og Fulham - voru í eldlínunni. 1.4.2010 21:16 Balotelli sendi frá sér afsökunarbeiðni Sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur gefið út formlega afsökunarbeiðni vegna hegðunar sinnar. Afsökunarbeiðnin er birt á opinberri heimasíðu Inter. 1.4.2010 20:30 Stabæk fær lánaðan leikmann frá Start vegna meiðsla Veigars Stabæk hefur fengið hollenska sóknarmanninn Bernt Hulsker á láni frá Start til að leysa af Veigar Páll Gunnarsson sem meiddist á ökkla í síðasta leik og verður frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. 1.4.2010 20:00 Mancini vill halda Joe Hart Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill halda markverðinum Joe Hart innan félagsins. 1.4.2010 19:15 Hazard fær meðmæli frá Zidane Zinedine Zidane, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, segir að Real Madrid ætti að kaupa Eden Hazard frá Lille. 1.4.2010 18:30 Steven Gerrard vill sjá meira af Liverpool-töfrunum í kvöld Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vonast eftir að liðið geti spilað jafnvel í kvöld, á móti Benfica í Evrópudeildinni, og að það gerði í 3-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. 1.4.2010 17:00 Fabregas gæti misst af HM Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 1.4.2010 16:30 FH tapaði fyrir Leikni - KR burstaði Þrótt Þrír leikir voru í A-deild Lengjubikarsins í dag. Á Akureyri mættust 1. deildarliðin Þór og Njarðvík en þar unnu heimamenn öruggan 5-0 sigur. 1.4.2010 16:00 Enginn Saviola á móti Liverpool í kvöld Argentínski framherjinn Javier Saviola verður ekki með Benfica í kvöld í fyrri leiknum á móti Liverpool í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 1.4.2010 16:00 Katrín Ómarsdóttir spilar níu leiki með Kristianstad í sumar Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar en sænska félagið er búið að tilkynna um komu hennar á heimasíðu sinni. 1.4.2010 15:30 Guardiola: Það besta undir minni stjórn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að frammistaða liðsins gegn Arsenal í gær hafi verið sú besta síðan hann tók við því. 1.4.2010 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25
Benítez farinn að efast um andlegu hliðina hjá Aquilani Rafael Benítez, stjóri Liverpool, virðist vera farinn að missa þolinmæðina gagnvart Ítalanum Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust. Alberto Aquilani er enn á ný meiddur á ökkla en hann hefur aðeins byrjað átta leiki Liverpool-liðsins á tímabilinu. 3.4.2010 17:00
Guardiola: Ég vil frekar vinna alla hina leikina en Real-leikinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að stórsókn liðsins á upphafsmínútunum í Meistaradeildarleiknum á móti Arsenal sé eitthvað sem sjáist bara aðeins einu sinni á ævi hvers manns. 3.4.2010 16:30
Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. 3.4.2010 16:09
Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. 3.4.2010 15:58
Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. 3.4.2010 14:57
Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. 3.4.2010 14:48
Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. 3.4.2010 14:40
Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. 3.4.2010 14:15
Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. 3.4.2010 13:34
Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. 3.4.2010 13:00
Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. 3.4.2010 12:30
Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. 3.4.2010 12:00
Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. 3.4.2010 11:30
Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. 3.4.2010 11:12
Þökulagði barinn sinn - myndir Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum. 2.4.2010 23:45
Nani: Við njótum álagsins „Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea. 2.4.2010 23:00
Moyes: Arteta getur leyst Fabregas af hólmi David Moyes stjóri Everton telur að Mikel Arteta sé rétti maðurinn til að leysa Cesc Fabregas af hólmi á HM ef fyrirliði Arsenal verður ekki klár í slaginn. 2.4.2010 22:00
Rooney sá eini sem hefði komist í liðið 1966 Sir Geoff Hurst telur að Wayne Rooney sé eini meðlimur enska landsliðsins sem er nægilega góður til að hafa komist í liðið sem vann heimsmeistaramótið 1966. 2.4.2010 21:00
Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki „Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 2.4.2010 20:00
Balotelli kominn aftur í hópinn hjá Inter Mario Balotelli er í leikmannahópi Inter sem mætir Bologna á morgun. Þessi nítján ára sóknarmaður hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho. 2.4.2010 19:00
West Ham kvartar yfir Fulham West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag. 2.4.2010 18:00
Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína. 2.4.2010 17:00
Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea. 2.4.2010 16:15
Treyja fyrir hvert tattú - stefna á nýtt heimsmet Forráðamenn brasilíska félagsins Vasco da Gama hafa ákveðið að fara nýja leið í að tryggja sér hollustu stuðningsmanna sinna og í leiðinni ætla þeir að komast inn í Heimsmetabók Guinners. 2.4.2010 14:00
Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla. 2.4.2010 13:30
Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt. 2.4.2010 13:00
Lars Ivar Moldskred er búinn að semja við KR Norski markvörðurinn Lars Ivar Moldskred hefur samið við KR út leiktíðina en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Moldskred er 32 ára markmaður með reynslu úr norsku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strømsgodset. 2.4.2010 12:30
Líkur á því að Wayne Rooney nái Manchester City leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney verði frá í tvær til þrjár vikur vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni. 2.4.2010 11:30
Benzema er ekki á leið til AC Milan Umboðsmaður franska framherjans Karim Benzema segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið til AC Milan í sumar. 2.4.2010 10:00
Fabio semur við Man. Utd til 2014 Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008. 2.4.2010 09:00
Enginn Barthez með KR í gær Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær. 2.4.2010 08:00
Gríðarleg öryggisgæsla á HM í sumar Lögreglumenn frá allt að 25 löndum verða við störf á HM í Suður-Afríku í sumar. Þess utan verður lögreglulið heimamanna vel mannað og öll þáttökulönd senda löggæslufólk á svæðið. 2.4.2010 07:00
Benitez: Verðum að vera jákvæðir Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með sænska dómarann Jonas Eriksson í kvöld en hann dæmdi leik Liverpool og Benfica í Evrópudeildinni. 1.4.2010 22:40
Evrópudeildin: Sigur hjá Fulham en tap hjá Liverpool Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA fóru fram í kvöld og tvö ensk félagslið - Liverpool og Fulham - voru í eldlínunni. 1.4.2010 21:16
Balotelli sendi frá sér afsökunarbeiðni Sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur gefið út formlega afsökunarbeiðni vegna hegðunar sinnar. Afsökunarbeiðnin er birt á opinberri heimasíðu Inter. 1.4.2010 20:30
Stabæk fær lánaðan leikmann frá Start vegna meiðsla Veigars Stabæk hefur fengið hollenska sóknarmanninn Bernt Hulsker á láni frá Start til að leysa af Veigar Páll Gunnarsson sem meiddist á ökkla í síðasta leik og verður frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. 1.4.2010 20:00
Mancini vill halda Joe Hart Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill halda markverðinum Joe Hart innan félagsins. 1.4.2010 19:15
Hazard fær meðmæli frá Zidane Zinedine Zidane, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, segir að Real Madrid ætti að kaupa Eden Hazard frá Lille. 1.4.2010 18:30
Steven Gerrard vill sjá meira af Liverpool-töfrunum í kvöld Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vonast eftir að liðið geti spilað jafnvel í kvöld, á móti Benfica í Evrópudeildinni, og að það gerði í 3-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. 1.4.2010 17:00
Fabregas gæti misst af HM Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 1.4.2010 16:30
FH tapaði fyrir Leikni - KR burstaði Þrótt Þrír leikir voru í A-deild Lengjubikarsins í dag. Á Akureyri mættust 1. deildarliðin Þór og Njarðvík en þar unnu heimamenn öruggan 5-0 sigur. 1.4.2010 16:00
Enginn Saviola á móti Liverpool í kvöld Argentínski framherjinn Javier Saviola verður ekki með Benfica í kvöld í fyrri leiknum á móti Liverpool í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 1.4.2010 16:00
Katrín Ómarsdóttir spilar níu leiki með Kristianstad í sumar Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar en sænska félagið er búið að tilkynna um komu hennar á heimasíðu sinni. 1.4.2010 15:30
Guardiola: Það besta undir minni stjórn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að frammistaða liðsins gegn Arsenal í gær hafi verið sú besta síðan hann tók við því. 1.4.2010 15:00