Enski boltinn

Fabio semur við Man. Utd til 2014

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008.

Fabio segist vera afar hamingjusamur með nýja samninginn enda sé það draumur hvers ungs leikmanns að spila með Man. Utd.

Sir Alex Ferguson er afar ánægður með leikmanninn unga sem hann segir hafa aðlagast vel á Englandi. Ferguson segir strákinn eiga bjarta framtíð fyrir sér í enska boltanum.

Fabio kom til félagsins ásamt tvíburabróður sínum, Rafael, frá Fluminese en þá voru þeir 18 ára gamlir.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×