Enski boltinn

Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag.

Didier Drogba var ekki með Chelsea í síðasta leik þegar liðið vann 7-1 sigur á Aston Villa og þá gekk liðinu mjög vel án hans þegar Drogba var upptekinn með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni.

Chelsea hefur unnuð alla sex deildarleiki sína á þessu tímabili þar sem Didier Drogba hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Chelsea-liðið hefur skorað alls 25 mörk í þessum leikjum eða 4,2 mörk að meðaltali í leik.

Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Valencia, Fletcher, Giggs, Scholes, Park, Berbatov.

Varamenn: Kuszczak, Carrick, Nani, Rafael Da Silva, Macheda, Gibson, De Laet.

Byrjunarlið Chelsea: Cech, Paulo Ferreira, Alex, Terry, Zhirkov, Joe Cole, Deco, Lampard, Mikel, Malouda, Anelka.

Varamenn: Turnbull, Drogba, Ballack, Kalou, Sturridge, Belletti, Bruma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×