Enski boltinn

Aftaka á Turf Moor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fagnar marki sínu í dag.
Tevez fagnar marki sínu í dag.

Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor.

City afgreiddi leikinn á fyrstu 6 mínútum leiksins og skoraði þrjú mörk frá fjórðu mínútu til þeirrar sjöundu.

Þá var ballið einfaldlega búið.

Emmanuel Adeabayor skoraði tvö mörk fyrir City og hin mörkin skoruðu Carlos Tevez, Craig Bellamy, Patrick Vieira og Vincent Kompany.

Steven Fletcher skoraði eina mark Burnley í leiknum.

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi félagsins í dag frekar en í síðustu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×