Enski boltinn

Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gallas borinn af velli gegn Barcelona.
Gallas borinn af velli gegn Barcelona.

„Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Gallas hefur átt við meiðsli á kálfa að stríða en ákveðið var að láta hann spila gegn Börsungum þrátt fyrir að hann hafi ekki verið tilbúinn í slaginn. Hann var svo borinn af velli á börum.

Tímabilinu er líklega lokið hjá Gallas. „Það er enn smá möguleiki á að hann gæti spilað aftur áður en tímabilinu lýkur. Ef við komumst í úrslit Meistaradeildarinnar gæti hann verið tilbúinn fyrir þann leik," segir Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×