Enski boltinn

Þökulagði barinn sinn - myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dave Webster með einn kaldan.
Dave Webster með einn kaldan.

Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum.

Fyrsti leikurinn sem hann sýnir í þrívídd er stórleikur Manchester United og Chelsea. Webster fagnar þessum áfanga með sérstökum hætti.

Hann hefur þökulagt barinn sinn fyrir leikinn og sett upp litla stúku. „Það skiptir ekki máli þótt þú komist ekki á Old Trafford. Við flytjum andrúmsloftið frá vellinum inn á barinn," sagði Webster. Hægt er að sjá myndir frá barnum með því að smella á albúmið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×