Enski boltinn

Fabregas gæti misst af HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas haltrar af velli.
Fabregas haltrar af velli.

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Það þýðir að HM er í hættu hjá Fabregas því hann verður enn meiddur þegar Spánn þarf að tilkynna HM-hóp sinn þann 12. maí.

Spánverjar ættu að lifa það af að vera án hans enda er hann ekki fastamaður í landsliðinu. Arsenal mun þó klárlega sakna hans sárlega á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er fjórum stigum á eftir toppliði Man. Utd.

Það er ekki bara Fabregas sem er meiddur því William Gallas spilar heldur ekki meira á tímabilinu og Andrey Arshavin mun ekki snúa aftur fyrr en í lok mánaðarins.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×