„Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2025 21:28 Emil Barja er þjálfari Hauka. Vísir/Pawel Emil Barja, þjálfari Hauka, var glaður með sigurinn gegn Grindvík í Bónus-deild kvenna í kvöld en gaf þó lítið fyrir gæði leiksins en Haukar fóru að lokum með eins stigs sigur af hólmi, 92-93. „Geggjað að vinna en ég held að það hafi ekki verið neitt alltof gaman að horfa á þennan leik þó hann hafi verið jafn. Þetta var mjög skrítinn leikur. Bæði lið áttu mjög slæma kafla sem hitt liðið náði ekki að nýta sér. Mjög sveiflukennt en geggjað að vinna, við tökum það.“ Haukar lentu níu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta en svöruðu þá með 13-0 áhlaupi og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Emil sagði að á þeim kafla hefði liðið farið að spila eins og það á að spila. „Við í rauninni förum bara aðeins að láta boltann ganga. Það er aðalmálið. Við vorum rosalega stífar, þetta var bara ein sending og skot. Um leið og það kom sókn þar sem við létum boltann aðeins ganga, sem er svona okkar leikur, kannski ekki þeirra leikur, þær spila kannski hægar.“ „Við vildum hreyfa þær rosa mikið. Ef við skjótum bara einu skoti geta þær bara slakað á í vörn. Það var held ég munurinn. Fórum aðeins að hlaupa, náðum hraðaupphlaupum og láta boltann ganga betur. Sækja á veikleikana þeirra, þá leit þetta miklu betur út.“ Þær Amandine Justine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir létu þristunum heldur betur rigna á köflum í kvöld og munaði um minna fyrir Hauka, en þær skoruðu ellefu af 16 þristum liðsins í kvöld. Þær settu á köflum hreinlega upp skotsýningu. „Sem betur fer! Annars hefði þetta nú verið ennþá verr á að horfa. Við erum gott skotlið, „ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ þessum leik. Þær eru góðir skotmenn. Ég treysti þeim alveg til að koma og setja þessi skot ofan í. Við vorum opnar eiginlega allan leikinn. Við vorum ekki að fá frábæra vörn á okkur, þær voru svolítið bara að falla inn.“ Eftir rysjótta byrjun á tímabilinu eru Haukar að mjaka sér upp töfluna og fara sáttir í jólafrí. „Þetta telur á töfluna. Við erum sátt. Erum náttúrulega að berjast fyrir því að komast í efri hlutann þannig að hver einasti sigur skiptir máli fyrir okkur. Þetta er bara góð jólagjöf.“ Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Geggjað að vinna en ég held að það hafi ekki verið neitt alltof gaman að horfa á þennan leik þó hann hafi verið jafn. Þetta var mjög skrítinn leikur. Bæði lið áttu mjög slæma kafla sem hitt liðið náði ekki að nýta sér. Mjög sveiflukennt en geggjað að vinna, við tökum það.“ Haukar lentu níu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta en svöruðu þá með 13-0 áhlaupi og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Emil sagði að á þeim kafla hefði liðið farið að spila eins og það á að spila. „Við í rauninni förum bara aðeins að láta boltann ganga. Það er aðalmálið. Við vorum rosalega stífar, þetta var bara ein sending og skot. Um leið og það kom sókn þar sem við létum boltann aðeins ganga, sem er svona okkar leikur, kannski ekki þeirra leikur, þær spila kannski hægar.“ „Við vildum hreyfa þær rosa mikið. Ef við skjótum bara einu skoti geta þær bara slakað á í vörn. Það var held ég munurinn. Fórum aðeins að hlaupa, náðum hraðaupphlaupum og láta boltann ganga betur. Sækja á veikleikana þeirra, þá leit þetta miklu betur út.“ Þær Amandine Justine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir létu þristunum heldur betur rigna á köflum í kvöld og munaði um minna fyrir Hauka, en þær skoruðu ellefu af 16 þristum liðsins í kvöld. Þær settu á köflum hreinlega upp skotsýningu. „Sem betur fer! Annars hefði þetta nú verið ennþá verr á að horfa. Við erum gott skotlið, „ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ þessum leik. Þær eru góðir skotmenn. Ég treysti þeim alveg til að koma og setja þessi skot ofan í. Við vorum opnar eiginlega allan leikinn. Við vorum ekki að fá frábæra vörn á okkur, þær voru svolítið bara að falla inn.“ Eftir rysjótta byrjun á tímabilinu eru Haukar að mjaka sér upp töfluna og fara sáttir í jólafrí. „Þetta telur á töfluna. Við erum sátt. Erum náttúrulega að berjast fyrir því að komast í efri hlutann þannig að hver einasti sigur skiptir máli fyrir okkur. Þetta er bara góð jólagjöf.“
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira