Körfubolti

Spilaði 13 mínútur en var stiga­hæstur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var öflugur þrátt fyrir að hafa spilað lítið í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason var öflugur þrátt fyrir að hafa spilað lítið í kvöld. Getty/Marcin Golba

Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason var öflugur þrátt fyrir að spila lítið fyrir Bilbao sem vann leik sinn í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld.

Tryggvi byrjaði á bekknum hjá Bilbao-liði sem átti aldrei í miklum vandræðum með slóvakísku heimamennina í Prievidza fyrsta leik beggja liða í milliriðli keppninnar.

Hann kom með látum inn af bekknum þær fáu mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði 13 stig á 13 mínútum, með skotnýtingu upp á 83 prósent og tók auk þess sjö fráköst.

Hann var stigahæstur á vellinum og þriðji frákastahæstur hjá Bilbao-liði sem dreifði álaginu vel í öruggum 83-46 sigri.

Auk Prievidza eru Sporting frá Portúgal og PAOK frá Grikklandi með Bilbao í riðlinum. Þau mætast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×